Jólaverurnar
Fyrir jólin 2018 réð SGÍ listamanninn Árna Jón Gunnarsson til að teikna fyrir okkur Jólaverurnar, hugmynd sem var upphaflega frá Sigvalda Ástríðarsyni, einum af stofnmeðlimum samtakanna. Jólaverurnar eru vænar og grænar og hverra manna hugljúfust. Þau læðast inn í fjárhúsin og frelsa þar fé, hvísla að hænunum og klappa jólakettinum sem er steinhættur að éta börn og malar nú sáttur upp við ofn.
Ásamt stjórn koma fjölmargir sjálfboðaliðar að starfi samtakanna.
Vilt þú aðstoða samtökin? Hafðu samband við okkur! [email protected].