Heilsuvernd
Heimildarmyndir
"Open heart-surgery is radical. Eating oats and potatoes is not radical."
- Dr. John McDougal, MD
Forks Over Knives
Grænkerafæði vinnur á helstu lífstílssjúkdómum.
Bill Clinton gerðist vegan eftir hjartaáfall
Bill Clinton, Dr. Esselstyn og Dr. Ornish ræða lausnir við hjartasjúkdómum.
Dr. Neal Barnard
Dr. Neal Barnard ræðir grænkerafæði og jákvæð áhrif þess á sykursýki og hjartasjúkdóma.
Dr. Esselstyn
Grænkerafæði dregur úr hjartasjúkdómum.
Síðasta hjartaáfallið
Þurfum við að upplifa hjartaáföll?
Dr. T. Colin Campbell PHD
Campbell ræðir grænkerafæði og orsakir krabbameina.
Vegan fyrir heilsuna
Ástæður þess að fólk ákveður að forðast dýraafurðir eru margvíslegar. Sumir vilja viðhalda sem bestri heilsu og telja vegan fæði vera það besta sem þú getur boðið líkamanum upp á. Vegan fæði inniheldur engar dýraafurðir og samanstendur af baunum, korni, ávöxtum, berjum, grænmeti, hnetum, fræjum og sjávarplöntum. Það inniheldur sáralitla harða fitu og ekkert kólesteról.
Vegan heilfæði
Er dýraafurðalaust mataræði sem inniheldur sáralitlar unnar matvörur. Vinsældir vegan heilfæðis eru að aukast þétt eins og sést vel úrvalinu í heilsubúðunum í dag. Heimildarmyndin Forks Over Knives (2011) segir frá því hvernig vegan heilfæði getur komið í veg fyrir helstu lífstílssjúkdóma og átt þátt í að lækna þá.
Dr. T. Colin Campbell, lífefnafræðingur mælir með að forðast allar dýraafurðir og tengir neyslu dýrapróteina við krabbamein og beinþynningu. Hann er einn af höfundum bókarinnar The China Study sem byggð er á viðamikilli rannsókn sem framkvæmd var af Oxford háskóla og Cornell háskóla yfir 20 ára tímabil.
Dr. Caldwell Esselstyn telur dýraafurðir valda hjartasjúkdómum og hefur náð góðum árangri í að lækna alvarlega hjartasjúkdóma með mataræði.
Dr. Joel Fuhrman, heimilislæknir og höfundur bókarinnar Eat To Live mælir einnig með vegan heilfæði. Hann leggur áherslu á þær fæðutegundir sem eru stútfullar af næringarefnum per hverja hitaeiningu. Plöntufæði uppfyllir þessi skilyrði og inniheldur að auki mettandi trefjar.
Aðrir lærifeður veganisma í heilsuskyni eru til dæmis Dr. Garth Davis, Dr. Dean Ornish (heilsuráðgjafi Bill Clintons), Dr. Neal Barnard, og Dr. John A. McDougall.
Mjólk
Harvard háskóli hefur tekið kúamjólkina úr fæðupýramídanum sínum og bendir á að kúamjólk sé ekki góður kalkgjafi. Við fáum líka kalk úr plöntufæði eins og grænu laufgrænmeti, baunum, hnetum og fræjum. Mjólk hefur verið tengd við aukna hættu á brjóstakrabbameini, blöðruhálskrabba og beinþynningu. Nýleg rannsókn sýnir að mjólk hefur lítil varnaráhrif gegn beinþynningu en geti tvöfaldað hættuna á ótímabærum dauða. Rannsóknin fylgdist með um 61.000 konum og 45.000 körlum. Hvað varðar konurnar þá reyndist mjólkurneysla tengjast aukinni hættu á beinbrotum.
Maðurinn er eina dýrið sem neytir mjólkur frá annarri dýrategund. Hann er líka eina dýrið sem neytir mjólkur eftir frumbernsku. Mjólk er hönnuð til að næra ungbarn eða kálf sem þarf að komast á legg og tvöfalda þyngd sína á sem allra stystum tíma. Hér má sjá samantekt úr 400 rannsóknum um efnið.
Kjöt
Maðurinn þarf ekki á kjöti að halda til að viðhalda góðri heilsu. Plöntufæði inniheldur meira en nóg af gæðapróteinum. Prófið endilega að spyrja heimilislækninn ykkar að þessu í næstu heimsókn. Embætti landlæknis ráðleggur að takmarka neyslu rauðs kjöts við hálft kíló á viku (nautakjöt, kindakjöt og svínakjöt) og að takmarka sérstaklega neyslu á unnum kjötvörum (saltkjöt, spægipylsa, pepperóní, beikon, pylsur, bjúgu, kjötfars, hangikjöt og skinka).
"Mikil neysla á rauðu kjöti, sér í lagi unnum kjötvörum, tengist auknum líkum á krabbameini í ristli og þyngdaraukningu. Feitar kjötvörur innihalda einnig mikið af mettaðri fitu. Sór hluti mettaðrar fitu í fæði Íslendinga kemur úr mjólkur- og kjötvörum. Með því að skipta út hluta af mettuðu fitunni fyrir ómettaðar fitusýrur má lækka LDL-kólesteról í blóði og minnka líkur á hjarta- og æðasjúkdómum."
Yfirlýsing frá bandarískum næringarfræðingum
„Það er afstaða Samtaka bandarískra næringarfræðinga að vel skipulagt grænmetisfæði, þar á meðal vegan fæði, er heilsusamlegt, inniheldur næga næringu og getur nýst sem forvörn og meðferð gegn vissum sjúkdómum. Vel skipulagt grænmetisfæði er viðeigandi fyrir einstaklinga á hvaða lífsskeiði sem er, að meðtaldri meðgöngu, brjóstagjöf, ungbarnastigi, bernsku og unglingsárum og einnig fyrir íþróttafólk. Grænmetisfæði er skilgreint sem fæði sem inniheldur ekkert kjöt (þar á meðal fuglakjöt) eða fisk, eða vörur sem innihalda slíkt.“
Næringarefni
Öll næringarefni sem fást úr dýraafurðum er hægt að fá úr vegan fæði og sólarljósi. Eina bætiefnið sem mælt er með að allir taki er B12 vítamín. Ástæðan er sú að í dag er erfiðara að fá B12 úr fæðunni en áður. B12 kemur úr jarðveginum og fæðan sem við kaupum í búðum í dag er yfirleitt vel skoluð og enginn jarðvegur fylgir. Íslendingum er ráðlagt af næringarfræðingum að taka D-vítamín í samráði við heimilislækni vegna þess hversu lítinn aðgang við höfum af sólarljósi. Bresku vegan samtökin veita nánari fræðslu um næringu á heimasíðu sinni.
Ásamt stjórn koma fjölmargir sjálfboðaliðar að starfi samtakanna.
Vilt þú aðstoða samtökin? Hafðu samband við okkur! [email protected].