Stofnun húsdýraathvarfs
Þar sem dýr fá að lifa út ævi sína í friði og vernd
Húsdýraathvarf grænkera
Dýravernd í verki
Samtök grænkera vilja stuðla að opnun húsdýraathvarfs þar sem húsdýr fá að lifa út ævi sína án þess að vera notuð í matvæli eða aðra vöruframleiðslu. Dýrin í húsdýraathvörfum kenna almenningi um eðlilegt atferli dýra og þær aðstæður sem þau lifa við í búskap.
Líklega er komið land til að nýta fyrir húsdýraathvarf en ekki hika við að senda tölvupóst á graenkeri hjá graenkeri.is ef þú hefur hugmyndir eða landsvæði sem gæti verið nýtanlegt.
Við erum byrjuð að safna fjármagni sérstaklega fyrir þennan málaflokk á sér bankareikning, ef þú ert aflögufær þá þyggur framtíðar húsdýraathvarf Íslands alla hjálp sem það getur fengið:
Kt: 600613-0300
Banki 515-26-600614Atferli dýra
Vissir þú?
Að svín eru hreinleg dýr sem myndu aldrei kúka í bælið sitt? Að hænur spjalla við ungana sína á meðan þeir eru enn í egginu og að ungarnir tísta til baka? Að svín eru eitt af gáfuðustu dýrum jarðar og eru talin hafa vit á við þriggja ára barn? Að kýr eru miklar félagsverur sem mynda vinkonuhópa sem hjálpast að við uppeldi? Að hanar vernda hænurnar sínar?
Farm Sanctuary
Björgun dýra úr verksmiðjubúskap
Var stofnað í Bandaríkjunum árið 1986. Tveir aktívistar opnuðu vegan pylsuvagn og söfnuðu fé til að opna athvarf fyrir húsdýr. Fyrsta dýrið í athvarfinu var kindin Hilda. Farm Sanctuary hefur bjargað þúsundum dýra. Þau fræða almenning um verksmiðjubúskap og eðlilegt atferli dýra. Húsdýraathvörf sem þessi eru staðsett um allan heim og eru skemmtilegir staðir að heimsækja.
Júlía og grísirnir hennar
Líf í friði og sátt
Júlíu var bjargað ásamt grísunum sínum frá verksmiðjubúi þar sem hún var lokuð inní búri, rétt eins og gerist á Íslandi. Nú eru Júlía og grísirnir óaðskiljanleg fjölskylda sem nýtur lífsins í dýraathvarfi.
Björgun Nikky
Frelsi frá innilokun og ítrekuðum tæknisæðingum
Susie Coston segir frá björgun Nikky. Gyltur eru haldnar í búrum á hörðu gólfi þar sem þær geta ekki sinnt grísunum sínum eða hreyft sig eðlilega. Sama á við um verksmiðjubúin á Íslandi því miður. Susie útskýrir einnig að gyltur eru góðar mæður sem kremja ekki grísina sína í sínu eðlilega umhverfi.
Skráning í Samtök grænkera
Hjálpaðu okkur að gera húsdýraathvarf að veruleika
Ásamt stjórn koma fjölmargir sjálfboðaliðar að starfi samtakanna.
Vilt þú aðstoða samtökin? Hafðu samband við okkur! [email protected].