Return to site

Vel heppnað Vegan Festival!

Sunnudaginn 20 ágúst var haldið Vegan festival á Thorsplani í Hafnafirði.

Um 400 manns litu við, fengu sér að borða, versluðu og nutu sólar og skemmtunar.

Skemmtiatriði voru ekki af verri endanum, Guðrún Sóley sá um að kynna, Dóra og döðlurnar, Lalli töframaður, Eilíf sjálfsfróun og Emma og Einar skemmtu okkur, það voru hoppukastalar og leikföng fyrir börnin, popp og djús. Sjálfboðaliðar samtaka grænkera og ungra umhverfissinna grilluðu 300 vegan borgara ofan í gesti í boði Anamma á Íslandi og svo voru básar með ýmsum kræsingum og vegan varningi.

Vistvæna búðin kynnti kökumix og sælgæti frá Creative nature sem er glúteinlaus og án allra helstu ofnæmisvalda. Ramen Momo/Makake reiddu fram dýrindis bao, dumplings og núðlur. Soda lab kynnti nýtt og spennandi íslenskt gos og freyðite. Mums er vandað danskt snyrtivörumerki sem er vegan, ofnæmisprófað og svansvottað með sérlega góðar vörur fyrir allan aldur. Sædís Karen listakona seldi teikningar eftir sig, límmiða og litabækur, Styngvi var með límmiða, nælur og póstkort. Við fengum kynningu á próteinstykkjum og smákökum frá Yummos.

 

broken image

 

broken image
broken image
broken image
broken image
broken image
broken image
broken image
broken image

 

broken image
broken image
broken image
broken image
broken image
broken image
broken image
broken image
broken image
broken image
broken image
broken image