Return to site

Páskabingó SGÍ

SGÍ hefur ákveðið að byrja páskagleðina snemma í ár! Við efnum til okkar árlega páskabingós sunnudaginn 30. mars!

Páskabingóið verður haldið á veitingastaðnum Mama sem er til húsa í Bankastræti 2, og það hefst klukkan 14:00!

Það er sannarlega til mikils að vinna í ár! Áætlað er að andvirði aðalvinnings séu rúmar 60.000 kr. Við erum sannarlega þakklát okkar frábæru stuðningsaðilum sem styðja samtökin og gáfu vinninga: Namm!, Útúrkú, Baunin, Plantan, Mama, Tropic.is, Ella Stína, LiveFood, Kattakaffihúsið og Ekóhúsið.

Einnig erum við mjög þakklátar Mama fyrir samstarfið, en þau verða einnig með sérstakt hlaðborð á tilboðsverði í boði fyrir bingógesti, ásamt kökum og kakói.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest!!

Smellið á myndina til að fara í facebook viðburð Páskabingósins!