Return to site

Könnun á vegan úrvali í Hámu

SGÍ gerði könnun á framboði Hámu á grænkera-valkostum vegna fjölda kvartanna nemenda við Háskóla íslands um minnkandi vöruúrval.

Við í stjórn Samtaka grænkera á Íslandi ákváðum að gera könnun á framboði Hámu á grænkera-valkostum vegna fjölda kvartanna nemenda við Háskólann sem fram komu í hópi okkar „Vegan Ísland" á Facebook.

Við sendum niðurstöður könnunar á Félagsstofnun stúdenta, rekstraraðila Hámu og á öll nemendafélög HÍ. Í dag barst okkur svar um að þetta væri komið „á borð hjá yfirkokki í Hámu og er í vinnslu".

Úr tölvupósti: (niðurstöður könnunar fyrir neðan)

„Okkur í samtökunum langar þar að auki að vita hver er umhverfisstefna Háskólans og Félagsstofnunar og hvort vöruúrvalið í Hámu samræmist þeirri stefnu?

Háskólar um allan heim hafa í auknum mæli aukið grænkerafæði eða skipt alveg yfir í grænkerafæði í mötuneytum sínum til að uppfylla umhverfisstefnur sínar á tímum loftslagsvár. Grænkerafæði hefur lægra kolefnisspor en matur með dýraafurðum og sum mötuneyti hafa tekið upp á því að birta kolefnisspor rétta til að auka vitund um þessa staðreynd, Efla býr yfir slíkri reiknivél ef þið hafið áhuga á að nýta ykkur hana.

Það hvetur fólk að velja frekar grænkerakost ef hann er ódýrari, ef hann er sýnilegri í mötuneytum og ef hann er ofar á matseðli dagsins.

Orðalag skiptir máli, að nota íslenska orðið "grænkeraréttur" veitir önnur hugrenningatengsl en „vegan réttur" og að merkja vegan valkosti einungis með vegan merkinu „V" í stað þess að skrifa „vegan" gerir það að verkum að fleiri sem ekki eru vegan velji þann valkost líka.

Það er ekki bara vegan fólk sem borðar grænkerafæði, það gera það öll.

Við hvetjum ykkur til að fara yfir meðfylgjandi könnun og værum þakklát ef þið viljið deila með okkur umhverfisstefnu ykkar og hvernig vöruframboð í Hámu samræmist henni.

Við myndum glöð vilja aðstoða ef þið veljið að bæta grænkerakosti ykkar og ef ykkur vantar aðstoð við að móta umhverfisstefnu og taka fleiri græn skref í innkaupum."

Hér að neðan má sjá samantekt könnunar og hvað betur má fara:

broken image

 

Vegan samlokur

Fólk saknar Hámu samlokanna þá sérstaklega með „Krúttling” og pítusósu, Túnfersk og „roast not

beef”. Þeim finnst núverandi Sómasamlokur óspennandi í samanburði.

Einnig er benta á að það mættu vera rúnstykki og flatkökur með vegan osti og smjöri eða hummus

og grænmeti.

Heitur matur/Tilbúnir réttir

Það eru margar ábendingar um að það þurfi meira prótín í heitu réttina, baunir, vegan kjötlíki og tófú

sem seðjar frekar en bara kolvetni og grænmeti. Einnig finnst mörgum vanta vegan smjör með

brauðinu sem er með súpunni og nokkur benda á að það ætti að hafa kjötlausa daga og hafa

grænkerarétti ódýrari og sýnilegri til að hvetja fólk til að kaupa þá frekar. Efla er td. með forrit sem

reiknar úr kolefnisspor matar og er notað í mötuneytum á vinnustöðum, fólk á það til að velja frekar

grænkerarétt þegar það sér samanburðinn á kolefnisspori. Einnig er bent á að hafa samstarf við

Ellu Stínu, Livefood ofl. fyrirtæki sem er að framleiða vegan mat.

Það er bent á að núðluréttirnir eru annað hvort með kjúklingi og grænmeti eða bara grænmeti, að

það mætti hafa vegan kjötlíki eða tófú í vegan núðluréttinum til að gera hann meira spennandi og

seðjandi.

Vegan jógúrt/skyr

Vera sem er systurfyrirtæki Örnu er með vegan hafrajógúrt- og skyr. Það voru þónokkrar óskir um

að kaupa það og ábending að það myndi gagnast þeim sem eru með mjólkuróþol líka.

Bakkelsi/sætindi

Í flokknum „Annað” kom oftast fram óskir um vegan bakkelsi, snúða, croissant, cookies, ostaslaufur

og kökur, fólk sem er ekki vegan getur einnig borðað vegan bakkelsi. Bent á að vera með samstarf

við Plantan kaffihús eða Hérastubb bakara.

-ábending að merkja vegan bakkelsi bara með merkinu „V” en ekki skrifa „vegan”, -óvegan fólk gæti

haldið að bakkelsi væri verra því það er vegan en vegan fólk tekur eftir V merkingu.

Próteinstykki

Barebells vegan proteinstykki,(Hazelnut og Salty caramel) hafa ekki verið til í haust, voru áður bæði

á Háskólatorgi og í Odda þar sem núna eru bara sjálfsalar.

Nammi

Það vantar vegan súkkulaði og nammi, það voru til frá Veganz súkkulaði og nammi áður, nú er bara

til Skalle. Td. dökkt pipp, dökkar súkkulaðirúsínur, Lakkrísdýr, hafra-mjólkursúkkulaði frá Ritter

sport.

Drykkir

Functional steinefna-drykkir, Oatly kókómjólk.

broken image

 

broken image