Return to site

 Hvatningarverðlaun Samtaka grænkera 2022

 

Þann 1 nóvember á alþjóðlegum degi grænkera (World Vegan day) fór fram afhending hvatningarverðlauna samtaka grænkera 2022.

Á aðalfundi samtakanna sem fram fór 22. september síðastliðinn fór fram tilnefning og kosning og ákveðið að veita 5 aðilum verðlaunin að þessu sinni.

Þau eru í stafrófsröð:

Bókasamlagið

Viðurkenning fyrir framúrskarandi viðleitni til að bæta þjónustu og vöruúrval fyrir grænkera á árinu og hvetja þannig almenning til að velja grænkerafæði í auknum mæli.

Grænkerið

Viðurkenning fyrir að hafa fjallað á fjölbreyttan, fræðandi og skemmtilegan hátt um grænkeralífstíl og réttindi dýra á máta sem gagnast bæði þeim sem eru grænkerar og öðrum sem eru að kynna sér hugmyndafræði veganisma.

Hard to Port

Viðurkenning fyrir framúrskarandi og árangursríkt starf við að vekja athygli fjölmiðla og yfirvalda á hvalveiðum á Íslandi.

Plantan

Viðurkenning fyrir framúrskarandi viðleitni til að bæta þjónustu og vöruúrval fyrir grænkera á árinu og hvetja þannig þannig almenning til að velja grænkerafæði í auknum mæli.

Þorsteinn í Karlmennskunni

Viðurkenning fyrir umfjöllun um veganisma, fyrir að tengja hana hugmyndum um karlmennsku og öðrum málefnum, og með því vekja hlustendur til vitundar um hugmyndafræðina að baki grænkeralífstíls á nýstárlegan máta.


broken image