Árið 2020 sendum við inn breytingartillögu vegna laga um innflutning á dýrum. Við leggjum til að gæludýr fái að sæta heimasóttkví í stað þess að fara á einangrunarstöð með tilheyrandi stressi og álagi á dýrið.
Ísland ætlar að taka við 1000-1500 manns sem er á flótta undan stríði í Úkraínu nú á næstu misserum. Eins og við höfum séð í fréttum þá á margt af þessu fólki gæludýr sem það hefur með sér, gæludýrin eru jú hluti af fjölskyldu þess og það er ekki á þau leggjandi að aðskilja þau við dýrin sín við þessar aðstæður.
Okkur þykir því tilefni til að breyta lögum um innflutning gæludýra svo þau fái að sæta heimasóttkví, einangrun dýra á einangrunarstöð er bæði mjög kostnaðarsamt og getur valdið dýrum stressi og álagi. Dýr sem nú þegar hefur gengið í gegnum áfall við langt og oft erfitt ferðalag.
Við deilum því með ykkur hluta af breytingartillögu sem við sendum 8. maí. 2020 á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Tillaga okkar var ekki samþykkt af nefndinni og það má því ekki halda dýr í heimasóttkví við komuna til landsins heldur skal það fara á einangrunarstöð.
Umsögn Samtaka grænkera á Íslandi vegna Frumvarps til laga um breytingu á lögum um innflutning dýra, nr. 54/1990, með síðari breytingum (sóttvarna- og einangrunarstöðvar).
Breytingartillaga á 1. mgr. 7. gr. laganna ( sjá lög hér )
SGÍ styður breytingartillögu en leggur að auki til að heimild til heimaeinangrunar fyrir gæludýr verði rýmkaðar, stuðst við tækninýjungar eins og gps staðsetningartæki á dýri þar sem hægt væri að fylgjast með að reglum um heimaeinangrun væri fylgt. Bendum við hér á ítarlegar leiðbeiningar landlæknis varðandi sóttkví í heimahúsi sem mætti útfæra fyrir gæludýr.
Sjá frétt um gæludýr á flótta með sínum fjölskyldum hér: