Return to site

 

 

Veganúar nálgast- Vill þitt fyrirtæki vera með?

 

Samtök grænkera á Íslandi (SGÍ) standa fyrir átakinu Veganúar í janúar á hverju ári en þá er fólk hvatt til að prófa að vera vegan í einn mánuð. Markmið Veganúar er að vekja almenning til umhugsunar um áhrif dýraafurðaneyslu og kynna kosti vegan neysluvara fyrir m.a. Umhverfi, heilsu og dýravernd og hvetja til meira framboðs á þeim.

Hópur grænkera á Íslandi fer ört stækkandi og áhugi á málefninu hefur stóraukist í samfélaginu. Fjöldatölur í hópnum Vegan Ísland á Facebook bera þess merki en þar eru rúmlega 24 þúsund manns.

Við skipuleggjum metnaðarfulla dagskrá fyrir átakið á hverju ári. Viðburðir í Veganúar 2023 verða sjö talsins. (Kynningarfundur, Pöbbkviss, Trúnó, Bíósýning, Pólitískt málþing, Krakkaviðburður og Lokahóf ) Þess utan reyna samtökin að vera sem sýnilegust í bæði fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum sínum meðan á átakinu stendur.

Við erum með vefsíðu og vinsælan Instagram reikning fyrir átakið og eru daglegir áhorfendur þar um 1500 meðan á átakinu stendur. Þar hafa grænkerar úr öllum áttum sem og einstaklingar sem eru að prófa að vera vegan skipst á að sjá um story, í einn sólarhring hvert.

Samtökin leita nú samstarfsaðila fyrir Veganúar 2023. Með samstarfi við okkur öðlast fyrirtæki þitt leyfi til notkunar á vörumerkinu Veganúar í janúar 2023. Vörumerkið er í eigu samtakanna og skráð sem slíkt hjá Einkaleyfastofu og verður fyrirtækjum sem nota það í leyfisleysi sendur reikningur fyrir notkun þess að átakinu loknu.

 

Hafðu endilega samband við okkur og við finnum leiðir sem henta þínu fyrirtæki til að vera sem mest sýnileg í Veganúar 2023: